Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Austurferð

Ég tók skyndiákvörðun á laugardaginn. Pabbi hafði platað Gústa með sér austur á Hérað (Egilsstaðir og nágrenni) einmitt þegar ég var í fríi í vinnunni. Á laugardaginn gerði ég allt klárt til að ég gæti tekið flugið á sunnudaginn klukkan 19 og heim klukkan 15:10 daginn eftir svo að ég næði óperuæfingu. Nema ég sagði Gústa ekki frá því! Mér tókst meira að segja að smygla koddanum mínum með mér í vinnuna án þess að Gústi yrði þess mikið var. Síðan kvaddi ég Gústa eins og við myndum ekki hittast fyrr en á miðvikudeginum og fór í vinnuna. Síðan þegar ég kom á Egilsstaði hringdi ég í pabba og þeir voru bara rétt ó komnir í bæinn, þannig að ég þurfti varla að bíða neitt. Gústa hafði ekki grunað neitt, þótt honum hafi funndist skrýtið að það vantaði einn koddann þegar hann bjó um um morguninn og að ég hrigndi alltaf í pabba en ekki hann! Hann varð allavega alveg hlessa og ég hló mikið. Síðan fórum við í heimsókn til vinar pabba og fengum gistingu í sumarbústaði þeirra hjóna. Næsti dagur byrjaði snemma og fór í að kíkja í kaffi hingað og þangað, en þar sem veðrið var ekki eins og best var á kosið var mest verið innandyra. Síðan tók ég vélina heim rúmlega þrjú, borðaði snemmbúinn kvöldmat í mötuneytinu á vellinum í Reykjavík en komst samt í tæka tíð á æfingu. Og það besta er að þetta kostaði mig aðeins 3260 krónur. Jaaaá, börnin mín, það borgar sig að vinna á vellinum ;) Núna eru Gústi og Pabbi á leiðinni heim að austan og ég hlakka mikið til að sjá þá.
Sjáumst á menningarnótt! (hóstklukkanfimmogáttaíiðnóhóst)


skrifað af Runa Vala kl: 17:15

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala